Lögreglan í Bretlandi hefur varað hrekkjalóma, sem klæddir eru í trúðabúninga, um að láta af gjörningum sínum því annars eiga þeir á hættu á því að vera handteknir.
Sjá einnig: Ert þú hrædd/ur við trúða?
Fólkið er að klæða sig upp í trúðabúninga, stökkvandi út úr runnum, hlaupandi á eftir fólki og þar með að reyna að hræða líftóruna úr þeim. Trúðarnir láta sér ekki nægja að hræða fullorðna og hafa borist tilkynningar þess efnis að þeir hræði börn sem eru á leiðinni í og úr skóla.
Svo virðist sem trúðarnir hafi fengið innblástur sinn frá Bandaríkjunum en þaðan hafa líka borist fréttir af keimlíkum hrekkjum. Fólk er byrjað að segja að það muni halda sig innandyra fram yfir hrekkjavöku og aðrir segja að börn þeirra séu hrædd við að fara að sofa af ótta við að trúðarnir komi og hrekki þau á nóttunni.
Lögreglan er farin að hvetja fólk til þess að tilkynna hrekkina og segja að þau myndu ekki hika við að handtaka trúðana. Þeim myndi ekki finnast það eins fyndið.
Hér er kort sem sýnir hvar tilkynnt hefur verið um trúðahrekki á Bretlandi
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.