Söngvarinn Usher hefur verið kærður fyrir að smita konu af herpes. Usher hefur beðið dómara um að vísa kærunni frá. Það er Quantashia Sharpton sem kærði Usher og hefur hún haldið fram að Usher hafi stundað kynlíf með henni, annarri konu (Jane Doe) og einum karlmanni (John Doe) og smitað þau öll af herpes.
Maðurinn segist hafa stundað kynlíf með Usher í spa-i í Koreatown í Los Angeles en Quantashia segist hafa stundað kynlíf með söngvaranum, kvöldið sem hún fór á tónleika með honum í Atlantic City.
Quantashia segir að Jane Doe hafi tvisvar stundað kynlíf með Usher.