Heiðar Ingi Árnason deildi í dag á Facebook síðu sinni yndislegu myndbandi þar sem hann og sonur kærustu hans, hann Daníel Breki syngja saman lagið Lay Me Down með söngvaranum Sam Smith. Daníel Breki sem er einungis tveggja ára gamall, gerði sér lítið fyrir og spilaði með á gítar en hann hefur líklegast hlotið einhverja kennslu frá Heiðari.
Í miðju lagi neyðist Daníel hins vegar til þess að stoppa söng þeirra félaga þar sem bráðnauðsynlega þurfti að stilla gítarinn hjá honum.
Heiðar Ingi, sem aðstoðar Daníel við sönginn og gítarleikinn er ungur og efnilegur tónlistarmaður en hann er með sína fyrstu smáskífu í vinnslu. Fyrsta lagið hans kom út fyrir rúmri viku en það ber nafnið When I Ain´t Got You og er samið af Hákoni Sveinssyni sem einnig sér um að útsetja plötuna. Annað lag er væntanlegt von bráðar frá Heiðari en hægt er að fylgjast með honum á Facebook síðunni Heidar Ingi.
Tengdar greinar:
Lítill blindur strákur spilar Mozart og Bach án þess að hafa lært á píanó
Lítill drengur sofnar undir stýri! Krúttlegt myndband
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.