Willow er einungis tveggja ára en þó hún hafi aðeins upplifað tvær Hrekkjavökur hefur hún skartað fleiri hrekkjavökubúningum heldur en margur gerir yfir ævina. Móðir Willow, Gina Lee, starfar sem ljósmyndari og tók hún sig til í fyrra og gerði októbermánuð að „Dress Up Willow Month“.
Allan október mánuð birti hún myndir á Instagram síðu sinni af Willow í nýjum og nýjum búningum. Í ár ákvað hún að gera slíkt hið sama.
Gina segir að þessi hugmynd hafi komið í kjölfar þess hve óákveðin hún væri en hún nefnir að hún hafi til að mynda klætt elstu dóttur sína í þrjá hrekkjavökubúninga fyrsta árið hennar áður en hún gat ákveðið sig.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.