
Henni var sagt að hún myndi aldrei eignast börn en það gerði hún samt á Mæðradaginn, en Sarah Thistlewaite eignaðist tvíbura í gær.
Sarah eignaðist tvíburastúlkur sem eru svokallaðir „mono mono“ tvíburar en þá eru tvíburarnir í sama líknarbelg á meðgöngunni og deila sömu fylgju. Í svona tilvikum skiptir fósturfruman sér meira en 8 dögum eftir frjógvun og er þetta mjög sjaldgæft en það er bara 1 af hverjum 10.000 sem eru „mono mono“ eða 5% allra tvíbura.
Það sem er líka svo einstaklega fallegt við þessar litlu dömur er, að þegar þær komu í heiminn héldust þær í hendur en þær högðu verið í snertingu við hver aðra alla meðgönguna. Litlu krúttin!