Tvíburar sem eiga sitthvorn pabbann

Tvíburar geta átt sitthvorn föðurinn, þó líkurnar séu litlar og frekar ótrúlegt að þetta virkilega eigi sér stað.  Tilfelli sem þessi þekkjast og hefur eitt tilfelli nýlega verið staðfest með DNA úrskurði þar sem tvíburar sem fæddust í New Jersey eiga ekki sama föðurinn.  Faðir annars tvíburans óskaði eftir að faðernispróf yrði framkvæmt eftir að móðir tvíburanna fór fram á að hann borgaði meðlag með börnunum.  Annar tvíburinn þótti það líkur föðurnum að klárt væri að börnin væru hans. Við úrskurð DNA prófsins kom hinsvegar í ljós að hann var aðeins faðir annars tvíburans.  Honum hefur því aðeins verið gert að greiða meðlag með einu barni.  Ekkert hefur verið talað um hvort að faðir hins tvíburans sé þekktur eða kominn fram.

Sjá einnig: Tvíburabræður gerðu svolítið sem er alveg ótrúlegt

Dr. Brooke Rossi fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á háskólasjúkrahúsi í Cleveland sagði við ABC News að tilfelli sem þessi séu afar sjaldgæf, þó að þau þekkist.  Sæði getur lifað í leggöngum í tvo daga og því getur kona sem hefur samfarir sitthvorn daginn eignast tvíbura og þá jafnframt átt börnin með sitthvorum manninum.  Líkurnar aukast eftir því hve frjó konan er, en misjafnt er hve mörg egg berast í leggöng í hverjum tíðarhring.

Sjá einnig: Enginn vissi að þau áttu von á tvíburum

Móðirin hefur staðfest að hún hafi átt mök við sitthvorn manninn með einungis nokkurra daga millibili. Hvorki móðirin né faðirinn sem um ræðir vilja koma fram undir nafni enda ljóst að staðreynd sem þessi sé afar áhugaverð og líklegt að sögur fari á kreik.  Dr. Brooke Rossi vill brýna fyrir fólki að dæma ekki móðurina.  Meðganga er kraftaverk og fjölburafæðingar eru stórkostleg kraftaverk. Fyrir öllu sé að tvíburarnir eru heilbrigðir og hamingjusamir.  Þar sem við lifum á tímum sem flóknari fjölskyldumynstur eru tíðari þá vonar hún að þessi fjölskylda mæti auknum skilningi og minni fordómum.  Hver veit… hvort móðir og tveir feður sem hugsanlega séu í lífi þeirra beggja gætu ekki bara gefið þeim meiri ást og umhyggju, segir hún.

Heimild: The stir

SHARE