Tvíburarnir fara í rannsókn vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu móður þeirra

Charlie Sheen á 4 ára gamla tvíbura með Brooke Mueller en barnavernd hefur þurft að hafa mikil afskipti af drengjunum.

Screen shot 2013-11-11 at 14.10.48

Brooke fór tvisvar sinnum í meðferð á meðgöngunni og virðast drengirnir tveir orðið fyrir skaða vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu hennar, en hún drakk mikið ásamt því að nota methamfetamín.Screen shot 2013-11-11 at 14.11.07

Drengirnir hafa dvalið í 7 mánuði hjá fyrrum eiginkonu Charlie, Denise Richards en hún hefur nú gefist upp á því að sjá um drengina. Hún segir að þeir sýni mikla ofbeldishegðun en þeir hafa beitt dætur Denise margskonar ofbeldi, en þeir hafa tekið stúlkurnar hálstaki, sparkað í höfuð þeirra og maga, klórað þær og bitið og kýlt þær í andlit og höfuð.

Screen shot 2013-11-11 at 14.11.44

Denise vill að strákarnir verði sendir í rannsókn til þess að athuga hvort þeir hafi orðið fyrir skaða vegna neyslu Brooke, en eitt af því sem getur verið að angra drengina er „alcohol fetal syndrome.“

„Alcohol fetal syndrome“ getur lýst sér þannig að börn verða líkamlega vansköpuð, með þroskafrávik, námsörðugleika, hegðunarvanda, lélega sjón og hjartagalla.

Tvíburarnir fæddust sjö vikum fyrir tímann og þurfti annar þeirra að vera í lengur á spítalanum vegna hjartsláttartruflana.

Bróðir Brooke hefur nú fengið tímabundið forræði yfir drengjunum, eftir að Denise gafst upp á að hafa þá á heimili sínu.

 

SHARE