Tvíburarnir og háttatíminn – Myndband

Móðir nokkur var að koma börnum sínum tveimur, tvíburum, í háttinn. Hún tók þetta skemmtilega myndband og birti á YouTube. Þetta skrifaði hún við:

Ég hef verið í erfiðleikum við að láta tvíburana mína fara að sofa (það hefur verið svo heitt og langir sólríkir dagar) og ég hef reynt allskyns aðferðir. Þessi aðferð var sú allra versta! En ég hló samt mikið að þessu. Tvíburarnir hafa alltaf deilt herbergi en ég ákvað að prófa að aðskilja þá og sjá hvort það myndi hjálpa þeim að sofna. Svo reyndist ekki vera.

SHARE