Tvíburasysturnar Anna og Lucy DeClinque eru afar nánar. Vægt til orða tekið. Þær hafa eytt heilum 26 milljónum í lýtaaðgerðir til þess að öðlast samskonar útlit – það dugði þeim ekki að vera keimlíkar tvíburasystur, heldur vildu þær vera nákvæmlega eins. Hafa systurnar gengist undir aðgerðir bæði á andliti og líkama og eru svo áþekkar að foreldrar þeirra þekkja þær vart í sundur.
Sjá einnig: Níræðar tvíburasystur: Hafa verið óaðskiljanlegar alla tíð
Systurnar gera allt saman. Og hafa verið óaðskiljanlegar allt frá unga aldri. Þær vinna saman, búa saman, klæða sig eins og eyða, að eigin sögn, hverri einustu mínútu í návist hvor annarrar. Þær deila meira að segja kærasta.
Við eigum einn og sama kærastann og sofum öll í sama rúmi. Við stundum kynlíf öll saman.
Aðspurðar segjast þær hafa nákvæmlega sama smekk á karlmönnum og þess vegna henti þetta fyrirkomulag þeim prýðilega. Svona haldi þær friðinn og forðist rifrildi.
Sjá einnig: Síamstvíburar fundu ástina í sama manni