Tvíburinn er óseðjandi í eilífri leit sinni að nýrri þekkingu og áður óþekktum upplifunum og er gersamlega ómögulegt að vera kyrr. Tvíburinn kann þann lipra leik að dansa tilfinningalegan tangó við félaga sinn og maka og vekja til ögrandi og stríðnislegra atlota. Þorsti Tvíburans eftir vitrænum samskiptum knýr hann stöðugt lengra; kynferðisleg atlot eru vitræn athöfn í huga Tvíburans. Þó Tvíburanum þyki gaman að rökræða tilfinningar og upplifanir, er ekki þar með sagt að Tvíburinn njóti þess að kafa ofan í hverja og eina upplifun. Honum þykir einfaldlega gaman að stúdera lífið og tilveruna.
Hinn dæmigerði Tvíburi verður á biðilsbuxunum í sumar og lofaðir Tvíburar finna jafnvel löngun kvikna til að ganga upp að altarinu.
Og þar rekur Tvíburann oft í vörðurnar þegar að málefnum hjartans kemur; Tvíburinn getur átt erfitt með að setja sig í spor annarra og skilja hvernig maka hans líður. Í sannleika sagt getur Tvíburinn verið, algerlega án eigin vitundar, svo tilfinningasnauður að hann slær allar vonir úr hendi án þess að gera sér grein fyrir því. Til að yfirstíga þessa veikleika, þarf Tvíburinn að læra að hlusta, ekki síður en að tala út um hlutina. Fólk fætt í Tvíburamerkinu leggur oft meira upp úr vináttu en ást.
Tvíburinn ætti að baða sig upp úr heillavænlegri orku Júpíters og nýta hvert tækifæri til að fara út á lífið, skemmta sér fram undir rauða nótt og grandskoða nýjar slóðir.
Staða Júpíters verður Tvíburanum einstaklega hliðholl á komandi sumri. Lostafull augnablik, lukkuleg ævintýri og löngun Tvíburans til að endurvekja gömul og spennandi kynni verða uppi á pallborðinu yfir sumarmánuðina. Hinn dæmigerði Tvíburi verður á biðilsbuxunum í sumar og lofaðir Tvíburar finna jafnvel löngun kvikna til að ganga upp að altarinu. Tvíburinn ætti að baða sig upp úr heillavænlegri orku Júpíters og nýta hvert tækifæri til að fara út á lífið, skemmta sér fram undir rauða nótt og grandskoða nýjar slóðir. Festu kaup á flugmiða, kæri Tvíburi og láttu hugann reika til fjarlægra áfangastaða. Þetta verður sumar fróðleiksþorsta og fræðandi ferðalaga sem fela í sér nýjar og ylvolgar minningar frá fegursta tíma ársins.
Festu kaup á flugmiða, kæri Tvíburi og láttu hugann reika til fjarlægra áfangastaða.
Þeir dugmiklu Tvíburar sem taka ekkert sumarfrí í ár mega eiga von á gróskumiklu sumri í sínum atvinnugeira. Sumarið verður hlaðið verkum en Tvíburinn má að sama skapi reikna með verðskuldaðri viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Júpíter færir einnig atvinnulausum Tvíburum ný og óvænt tækifæri. Ef færi gefst á atvinnuviðtali ætti Tvíburinn því ekki að hugsa sig tvisvar um; heldur kasta sér beint út í iðu atvinnulífsins og dusta rykið af ferilskránni. Tækifærin leynast handan við hornið og staðan verður Tvíburanum í vil.
Ef færi gefst á atvinnuviðtali ætti Tvíburinn því ekki að hugsa sig tvisvar um; heldur kasta sér beint út í iðu atvinnulífsins og dusta rykið af ferilskránni.
Tvíburinn veður í tækifærum á komandi sumri og gæti staðið frammi fyrir erfiðu vali; því Júpíter færir með sér hamingju, óvæntar uppákomur og ómælda viðurkenningu. Tvíburinn nýtur þess að hafa gaman að lífinu, jákvæðnin verður allsráðandi og örlagagyðjurnar brosa ekki einungis við Tvíburanum á atvinnumarkaðinum heldur einnig í einkalífinu. Kæri Tvíburi, þú átt æsispennandi sumar í vændum!