Úlfurinn úr Wolf of Wall Street að koma til landsins

Jordan Belfort, oft nefndur The Wolf of Wall Street, verður með fyrirlestur & söluráðstefnu í Háskólabíói þriðjudaginn 6. maí – þetta er staðfest í tilkynningu frá honum hér að neðan. Miðasala á ráðstefnuna er hafin hér: http://www.mbl.is/wolfysland/  – Jordan Belfort mun kynna Straight Line Persuasion sölukerfið sitt, öflugasta sölukerfi sem völ er á.

Fréttin um komu Wolf of Wall Street til Íslands fyrir rúmri viku síðan var rétt að einu leyti – hann er að koma til landsins, en á vegum Yslands í Háskólabíó 6.maí.

Jordan-Belfort-with-second-wife-Nadine-3012444

Viðskiptajöfurinn Jordan Belfort byggði upp eina öflugustu og ábatasömustu verðbréfamiðlun í sögu Wall Street. Nú miðlar hann aðferðum sínum og þekkingu til að gera öðrum kleift að öðlast velgengni í starfi jafnt sem einkalífi. Þótt minnstu munaði að uppgangur og fall þessa goðsagnakennda bandaríska frumkvöðuls riði honum að fullu hefur sagan af upprisu Belforts komið þúsundum manna til góða. Belfort aðstoðar bæði einstaklinga og fyrirtæki við að ná markmiðum sem áður virtust ómöguleg og vinna bug á öllu því sem stendur í vegi fyrir árangri. Með því að nýta sér orku hans, kraft og leiðsögn eiga áheyrendur þess kost að ná vænlegum markaðsárangri og skara fram úr á sínu sviði.

 

Á meðal viðskiptavina hans eru virtustu fyrirtæki heims, t.d. Virgin Atlantic, Deutsche Bank, Symantec, the Royal Bank of Scotland, General Electric, Forbes Manhattan, Investec, Hewlett-Packard, Seðlabanki Bandaríkjanna og alþjóðlegar kauphallir.

Í meira en tuttugu ár hefur „Straight Line“ kerfi Jordans Belfort skapað ótrúlegan fjárhagslegan ávinning fyrir þúsundir fyrirtækja af öllu mögulegu tagi víðs vegar um heiminn. Belfort hefur einkaleyfi á kerfinu, sem sameinar alla þá meginþætti sem þarf til að ná árangri, hvert sem viðskiptaumhverfið er. Þú og þínir fáið grunnþjálfun í því sem þarf til að ná langt í viðskiptum, auk þess að læra sérstaka tækni og aðferðir til að ná árangri í uppbyggingu, stjórnun og vexti á hæsta stigi fyrirtækjareksturs. Jordan er beinskeyttur, glettinn og ástríðufullur og af honum geturðu lært að nýta þér öflugasta viðskiptakerfi sem nokkurn tíma hefur verið fundið upp. Árangurinn segir sína sögu.

Á tíunda áratugnum byggði Jordan Belfort upp eina öflugustu verðbréfamiðlun í sögu Wall Street. Hann náði hæstu hæðum í fjármálaheiminum, hagnaðist um meira en 50 milljónir dala á ári og fékk því viðurnefnið „Úlfurinn á Wall Street“. Belfort var eigandi Stratton Oakmont, sem hafði á annað þúsund verðbréfasala í vinnu, aflaði meira en 1,5 milljarðs dala og stofnaði meira en þrjátíu milljón dala fyrirtæki. Hann hefur verið ráðgjafi á sjötta tugs opinberra hlutafélaga og um hann hefur verið skrifað í nær öllum helstu dagblöðum og tímaritum heims, þ. á m. The New York Times, The Wall Street Journal, The Los Angeles Times, The London Times, The Herald Tribune, Le Monde, Corriere della Serra, Forbes, Business Week, Paris Match og Rolling Stone.

Jordan Belfort varð freistingum verðbréfaheimsins að bráð og lifði hátt. Fallið var því að sama skapi hátt og vakti mikla athygli. Hann dró dýrmætan lærdóm af mistökunum sem hann gerði, steig aftur fram á sjónarsviðið og nýtur nú alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir störf sín, sem hafa leitt til makalausrar viðskiptavelgengni. Með Straight Line kerfinu getur hann tekið nánast hvaða fyrirtæki eða einstakling sem er, óháð aldri, kynþætti, kyni, menntun eða þjóðfélagsstöðu, og gert viðkomandi kleift að skapa sér mikil auðæfi og velgengni í viðskiptum, án þess þó að varpa fyrir róða siðferðisvitund eða heilindum.

Jordan hefur skrifað tvær metsölubækur, The Wolf of Wall Street og Catching the Wolf of Wall Street, sem komið hafa út í á fimmta tug landa og verið þýddar á átján tungumál. Einnig fjallaði stórmynd Martins Scorsese, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, um ævi hans.

 

http://www.youtube.com/watch?v=6HscyUXtVWU

http://www.youtube.com/watch?v=b9GxrzE9Q_o

SHARE