Um helgina: Flóamarkaður UN Women á Loft Hostel

Á morgun, laugardag, verður haldin stórglæsilegur flóamarkaður á Loft Hostel í Bankastræti. Mun markaðurinn standa yfir frá 13-17 og er þarna kjörið tækifæri til þess að gera reyfarakaup og láta gott af sér leiða.

Ungmennaráð UN Women tekur aðeins 1000 kr. fyrir plássið og rennur sá peningur beint í systralag UN Women. Þannig endilega skelltu þér – seldu af þér spjarirnar, skóna, skartgripina og heimilisdótið og gefðu 1000 kall í gott málefni í leiðinni. Ef þú ert með eitthvað sem þú vilt losna við en sérð ekki fram á að komast að selja, eða vilt bara gefa í gott málefni, máttu endilega koma varningnum til skila til ungmennaráðs UN Women á Loft á þessum tíma og allur ágóði af þínum varningi rennur óskiptur til systralags UN Women.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt og selja af þér spjarirnar skaltu endilega senda ráðinu skilaboð – smelltu hérna til þess að komast á Facebooksíðu ungmennaráðsins og þar er hægt að ná við þau sambandi.

Ef þú hefur engan áhuga á að selja neitt mæli ég samt eindregið með því að þú látir sjá þig. Gott málefni og glás af góssi sem hægt er að versla.

Kynntu þér málið betur hérna: Flóamarkaður UN Women á Facebook

SHARE