Um píkur og pjöllur

Þegar ég var lítil lærði ég að kalla kynfærið mitt pjölla, ég veit ekki hvaðan það kom, hvort ég lærði það á leikskólanum eða heima veit ég hreinlega ekki, eina sem ég veit er það að alveg fram á unglingsár talaði ég um pjöllu. Ég man að þegar það kom að kynfræðslu í skóla var mikið fliss inn í bekknum þegar við fórum að læra um píkuna. Það var nefninlega þannig að flestir fóru hjá sér þegar talað var um píku vegna þess að það virðist vera þannig í okkar þjóðfélagi að orðið píka eigi að vera eitthvað skítugt orð. Það er væntanlega ástæðan fyrir því að börnum er almennt kennt að kynfæri kvenna heiti, pjölla,pjalla,budda,rifa eða annað í þeim dúr. Ég man að einhverntímann var litli bróðir minn að spyrja mig að einhverju og í svari mínu var minnst á píku, hann varð vandræðalegur og sagði “what the fuck Binna!” og eldri kona sem var þarna með sussaði á mig! ég auðvitað tók það skýrt fram að stelpur væru með píku og það væri allt í lagi að nefna orðið píka og bað hana vinsamlegast ekki að sussa á mig þegar ég væri að ræða við bróður minn. Hún er þá af þeirri kynslóð að finnast þetta orð skítugt og dónalegt og að það eigi ekki að ræða við börn. Mig minnir að hann haf verið að spyrja um fæðingar og af hverju konur fæddu börn en ekki karlar og ég var að útskýra fyrir honum að barnið kæmi út um píkuna. Hann spurði og ég svaraði! enda er ég á því að börn eigi að fá upplýst og góð og rétt svör þegar þau eru áhugasöm um að vita, fæðing er náttúrulegt ferli og einhverntímann þurfa þau að vita hvernig börnin verða til.

Eftir að ég varð fullorðin fór ég að velta þessu mikið fyrir mér, af hverju er alltaf talað um typpi við litla stráka en eitthvað gælunafn notað yfir kynfæri kvenna? af hverju er nafnið á kynfærum kvenna eitthvað sem litlar stelpur vilja ekki segja því að þeim finnst það dónalegt orð?

Það er alveg klárt mál að ástæðan fyrir því að margir líta á píku sem skítugt orð er að það er búið að klámvæða orðið píka og píka hefur verið notað sem skammaryrði, eins og svo mörg kvenkynsorð eða orð yfir eitthvað sem er kvenkyns og það er hluti af kvennréttindabaráttu okkar að AFklámvæða þetta orð og nota það óspart og EKKI sem skammaryrði eða níðyrði. Við höfum öll heyrt einhvern segja “þegiðu þarna píkan þín”. Flest níðyrði sem eru kvenkyns hafa kynferðislega skírskotun og það er bara alveg klárt mál. Tökum nokkur dæmi um orð sem eru skammaryrði og níðyrði en eru líka notuð sem skammaryrði um kynfæri kvenna: tussa,kunta og drusla (þá er talað um drusluna á þér, eða tussuna á þér)

Ég tók þann pólinn í hæðina að nota orðið píka og í dag finnst mér pjölla alltaf pínulítið skondið orð, svona eins og ef við færum að gefa orðinu handlegg gælunafn eins og halli,leggo eða hannó (ég er kannski ekki mjög hugmyndarík í þessum málum, ég veit)

Litli bróðir minn kom heim úr leikskólanum einn daginn og sagði “strákar eru með typpi og stelpur eru með rifu” mér fannst það voðalega fyndið enda unglingur á þeim tíma, hann sagði líka “ðifa” svo það gerði þetta allt saman enn skemmtilegra. Hinsvegar í dag ef barnið mitt kæmi heim og segði mér þetta myndi ég vinsamlega leiðrétta það og segja því að kynfæri kvenna kallaðist píka. Við erum ekki rifnar þarna, heldur er þetta kynfæri okkar, svona vorum við skapaðar og þarna vorum við ekki rifnar á neinn hátt (nema kannski á það við eftir fæðingar, þá getur píkan jú rifnað.)

Ég held að það sé mikilvægt að stelpur viti rétta nafnið á kynfærum sínum. Það er ekki sýst mikilvægt að barnið viti hvað kynfæri þeirra heita ef óprúttinn aðili kemst að barninu okkar. Samtökin Blátt áfram ítreka það að mikilvægt sé að börnin viti hvað kynfæri þeirra heita vegna þess að það er líklegt að barnaníðingar noti rétta orðið yfir þeirra kynfæri. Ef maður kemur og spyr, má ég snerta á þér píkuna og barnið veit ekki hvað píka er, þá gæti barnið hugsanlega sagt já og þurft að eiga við þær hræðilegu tilfinningar í framtíðinni að það hafi “veitt samþykki” með því að segja já. Sem að sjálfsögðu við vitum öll að er aldrei samþykki og skiptir auðvitað engu máli þar sem þetta er alltaf brot, en barnið gæti upplifað það þannig sjálft.

Af hverju er píka eitthvað “fullorðinsorð” en stelpur þurfa að nota gælunafn? því þarf að breyta og það má ekki skamma stelpur ef þær nota orðið píka. Þær eru ekki að gera neitt rangt með því og eiga þá líklega foreldra sem nota það orð. Mér finnst að það eigi líka að fá leikskólana í lið með okkur og hjálpa okkur að AFklámvæða orðið píka. Píka er bara orð yfir líkamshluta og það er ekki dónalegt orð svo lengi sem við gerum það ekki dónalegt!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here