Umhyggjurík samskipti – Námskeið um helgina

Haldin verður kynning á Umhyggjuríkum samskiptum í Yogavin, Auðbrekku 2, Kópavogi á fimmtudagskvöldið 21. mars kl 20:30.

Umhyggjurík samskipti byggjast á þeirri hugmynd að í okkur öllum búi, geta og vilji, til þess að eiga í ofbeldislausum samskiptum hvort sem við erum að tala um andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Jafnframt byggist það á þeirri hugmynd að ofbeldi sé eitthvað sem við grípum ekki til nema við sjáum engar leiðir aðrar færar til þess að uppfylla þarfir okkar.

Það er margt í menningu okkar sem kennir okkur að beita ofbeldi bæði í orðum og gerðum en Umhyggjurík samskipti ganga út frá þeirri kenningu að mannlegar þarfir séu eitthvað sem geta ekki af sér ofbeldi sé þeim sinnt.

Umhyggjurík samskipti byggja mikið á þrem hlutum í samskiptum. Samhyggð með sjálfum sér og að vera meðvitaður um þarfir sínar og þrár og upplifanir, samhyggð með öðrum og virkri tilfinningalegri hlustun og heiðarlegri tjáningu sem er líkleg til þess að geta af sér það sama hjá viðmælandanum.

Nú um helgina verður námskeið með Irmtraud Kauschat en hún er leiðbeinandi í umhyggjuríkum samskiptum / samskiptum án ofbeldis (NVC). Hún er læknir, sálfræðingur og náttúrulæknir og hefur unnið víða við kennslu og fræðslu um NVC. Námskeiðið stendur yfir 22.- 24. mars og er hægt að lesa meira um það hér.

Hún.is í samstarfi við Umhyggjurík samskipti ætla að bjóða tveimur heppnum lesendum á námskeiðið og það eina sem þarf að gera er að kommenta hér fyrir neðan. Dregið verður út á fimmtudaginn 21. mars.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here