Einfaldleiki og notagildi ásamt náttúrulegu vali á efnivið og hlýjum litatónum er eitt af því sem einkennir norræna innanhússhönnun umfram aðra. Hvítir og grábrúnir tónar á móti svörtum og viðarlitum eru áberandi og þægindin eru sett í fyrirrúm með fallegum púðum, skinnum og teppum svo nokkuð sé nefnt. Klassísk hönnun á borð við stólinn Svan (1958) eftir Arne Jacobssen og Fritz Hanssen og Orient (1963) ljósin úr kopar eftir Jo Hammerborg standast fullkomlega tímans tönn.
Kyrrð og ró er yfir myndunum hér fyrir neðan sem minna helst á stillur á köldum vetrardegi. Þá er fátt notalegra en að kúra inni undir teppi við kertaljós eða arineld, lesa góða bók eða horfa á skemmtilega mynd með fjölskyldunni.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.