Það er mikilvægt að undirbúa húðina áður en farði er settur á hana. Bæði til þess að farðinn haldist betur á og til að hann fari betur með húðina.
Hreinsaðu
Byrjaðu á því að hreinsa húðina með andlitshreinsi sem hentar þinni húðgerð. Best er ef hreinsirinn er laus við alkóhól, því það þurrkar upp húðina. Ef húðin er þurr er best að nota vörur sem hafa lágt PH gildi, eins og 4 eða 5. Sé húðin hins vegar feit og hafi tilhneigingu til að fá bólur er betra að PH gildið sé 6 eða 7.
Skrúbbaðu
Næsta skref er að skrúbba húðina með mildum kornaskrúbbi til þess að losna við dauðar húðfrumur. Góður skrúbbur skilur húðina eftir silkimjúka og vel undirbúna fyrir farðann.
Mýktu
Áður en nærandi dagkrem er borið á húðina er gott að setja á hana serum sem inniheldur C-vítamín. Serumið mýkir húðina og bætir við ljóma. Serumið er borið varlega á þurra húð eftir skrúbbið.
Gefðu raka
Þá er komið að mýkjandi dagkremi sem hentar þinni húðgerð. Best er ef kremið hefur SPF stuðul að minnsta kosti 15 til að varna skaðlegum geislum sólar. Þrýstu kreminu inn í húðina frekar en að nudda því. Það gerir húðina enn mýkri.
Að lokum er gott að setja primer á húðina til að draga úr sýnileika svitahola og fínum línum í andlitinu. Andlitið verður sléttara og það er auðveldara að bera farðann á.