Ung kona tekst á við fíkniefnavanda

Marian Keys er írskur rithöfundur sem er einna helst þekkt fyrir að skrifa svokallaðar skvísubækur. Bækurnar hennar hafa notið umtalsverðra vinsælda og hefur hún selt yfir 33 milljón eintök sem gefin hafa verið út á 36 tungumálum. Rachel fer í frí er ein hennar vinsælustu bóka og var til að mynda metsölubók í Bretlandi.

Marian_Keyes_2006_Iain_Philpott

 

 

Sagan segir frá Rachel, ungri konu af írskum ættum sem búsett er í New York. Óheppnin virðist elta hana (að hún sjálf telur), enda er hún í upphafi bókar ekki aðeins búin að missa vinnuna, heldur er besta vinkona hennar búin að fá nóg af henni og kærastinn búinn að segja henni upp. Og bara vegna þess að henni þykir gaman að lyfta sér upp endrum og sinnum. Það er þó eitt örlítið atriði sem Rachel kýs að líta framhjá, sú staðreynd að hún var næstum látin úr of stórum skammti.

Þar sem allt er hvort eð er í hönk, og Rachel hefur ekki farið í frí í háa herrans tíð, ákveður hún að verða við bón foreldra sinna og fara í meðferð. Enda telur hún meðferðarstofnanir almennt troðfullar af poppstjörnum sem flatmaga um í leirböðum, vafðar inn í þarablöð, drekkandi græna þeytinga í tíma og ótíma. Annað kemur hins vegar á daginn, eins og hún kemst fljótt að. Sér til mikils hryllings. Þó bókin fjalli um alvarlegt málefni gerir hún það á gamansaman hátt. Marian er nefnilega lunkin við að lýsa erfiðum aðstæðum með húmor að vopni. Og svo er bókin líka uppfull af sprúðlandi hressum kynlífssenum:

„Frá því að ég vaknaði hafði ég haldið lærunum fast saman. En núna setti hann báðar hendur á milli þeirra og ýtti þeim mjúklega í sundur. Og löngunin heltók mig. Heltók mig. Hljóð slapp frá mér áður en ég vissi að ég hefði einu sinni ætlað að búa það til. „Nema þig langi ekki til að leika?“ sagði hann sakleysislega. Hann beygði sig niður og nartaði í aðra geirvörtuna, blíðlega en ákaft, og aftur stundi ég af þrá. Mér fannst ég vera að springa af girnd. Ég gat fundið æðaslátt í snípnum, bruna eins og hann væri bæði að bráðna og stæði í ljósum logum. Núna veit ég hvernig það er að vera með standpínu, hugsaði ég dösuð.“

Rachel_1

Þó að Rachel fer í frí sé skemmtileg aflestrar hefur hún hjálpað mörgum. Frá því hún kom fyrst út hefur Marian fengið fjölmörg bréf frá fólki sem segir bókina hafa auðveldað því að koma lífi sínu á réttan kjöl. En fyrst og fremst er bókin skemmtileg uppvaxtar- og ástarsaga. Og þar af leiðandi er tilvalið að kippa henni með sér á flugvellinum, í bústaðinn, eða bara lesa hana heima undir sæng og bíða eftir blíðviðrinu sem er rétt handan við hornið.

Við á Hún.is ætlum að gefa nokkur eintök af bókinni og það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér undir: „Rachel fer í frí“ og þú ert komin í pottinn.

SHARE