Ung kona lést eftir að hafa tekið megrunarlyf

Breski fréttamiðillinn Mirror greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að ung móðir hafi látist  í Bretlandi á dögunum úr of stórum skammti af koffíni. Katie Goard sem var 25 ára hafði miklar áhyggjur af holdafari sínu og eftir drykkju hjá unnusta sínum tók hún inn mikið magn af megrunarlyfjum sem innihéldu koffínið sem drógu hana á endanum til dauða.

Eftir að Katie tók inn töflurnar varð hún mjög veik og tók við að kasta upp rétt áður en hún fór að sofa. Þegar unnusti hennar fór til að athuga með líðan hennar sá hann að hún var að kafna og hringdi því strax í neyðarlínuna.

Sjúkrabíll kom strax á staðinn en þrátt fyrir skjót viðbrögð unnusta Katie og sjúkraliða dugði það ekki til því Katie var látin.

Lík Katie var krufið til að komast að dánarorsökum en þá kom í ljós að það var 50 sinnum meira koffín í blóðinu hennar heldur en til dæmis hjá fólki sem drekkur kaffi að staðaldri.

Talið er líklegt að Katie hafi ekki gert sér grein fyrir því að þetta mikið magn af megrunarlyfinu hafi verið banvænt. Ásamt miklu magni af koffíni fannst einnig mikið magn af áfengi í blóði Katie en banamein hennar var þó úrskúrðað megrunarlyfið.

Dætur Katie hafa verið í umsjá unnusta hennar síðan hún lést en fjölskyldan hennar vill undirstrika það að hún hefði aldrei viljandi skaðað sjálfa vitandi af dætrum sínum sofandi í sama húsi.

SHARE