Ung kona segir frá aukaverkunum vegna bólusetningar við leghálskrabba

Við birtum grein fyrir skömmu um aukaverkanir af bólusetningu við HPV-vírus eða leghálskrabbameini.
Greinin vakti mikla athygli.
Greinina má sjá hér.

Við fengum þó nokkur viðbrögð og skilaboð frá konum sem einmitt höfðu lent í miklum aukaverkum vegna bólusetningarinnar.
Við ákváðum að fylgja málinu eftir en hér segir ung kona okkur frá sinni reynslu.

,,Èg fór í þessar sprautur árið 2011 en fann ekkert eftir fyrstu sprautuna en eftir þá seinni náði ég að labba útaf stofunni en hrundi svo i gólfið.
Hjúkkan sem sprautaði mig kom ekki á eftir mér út en sem betur fer voru nokkrar bekkjarsystur mínar fyrir utan sem gátu kallað á hjálp og hringt var á sjúkrabíl vegna þess að hjúkrunarkonurnar og læknarnir náðu mér ekki til meðvitundar og púlsinn minn féll og blóðþrýstingurinn fór í rugl. Ég var send samstundis suður til Reykjavíkur”.

,,Amma mín fór með mér en hún var sett i fjölmiðlabann vegna þess að læknarnir voru svo hræddir við neikvæða umfjöllun um þessa sprautu. Ég var skoðuð i bak og fyrir gefin næring í æð og fullt af verkjalyfjum og fleiru.
Seinna um kvöldið horfði amma mín svo á fréttirnar þar sem viðtal var tekið við Harald Briem sem sagði að allt væri í góðu og ekkert hafi verið að nema bara stress  og lofsöng þessa sprautu eins og ég veit ekki hvað.”

,,Haraldur Briem hafði í fyrsta lagi aldrei hitt mig og séð mig eða ástand mitt og í öðru lagi þá voru þetta alls ekki einkennin sem ég fékk heldur voru það bekkjarsystur mínar sem urðu svo stressaðar að þær urðu næstum veikar og fundu fyrir þeim einkennum sem ég var sögð hafa fundið fyrir!”

,,Mér finnst þetta til skammar og ég skil ekki að svona skuli líðast að almenningur fái ekki að vita hvað i raun og veru geti gerst eins og í mínu tilviki!”

SHARE