Ung móðir deyr eftir brjóstastækkun

Það kom í ljós í vikunni að blóðtappi hafi leitt 36 ára gamla konu til dauða eftir brjóstastækkun sem hún fór í.

Snyrtifræðingurinn Louise Harvey lést aðeins 17 dögum eftir að hún gekkst undir brjóstastækkun. Samkvæmt The Sun hafði Louise kvartað vegna öndunarerfiðleika og datt svo í gólfið heima hjá sér á Norwich í Englandi.

Sjá einnig: Scott vill að Sofia skelli sér í stóra lýtaaðgerð

Samkvæmt BBC reports fór Louise til lýtalæknis á læknastöð sem heitir Transform Cosmetic Surgery. Í tilkynningu sem stöðin gaf út sögðust þau vera harmi slegin yfir andláti konunnar og að rannsókn sé hafin á máli hennar, í samvinnu við réttameinafræðing.

Louise átti þrjú börn Kayleigh-anne (18), Owen (11) og Jaxon (6).

Sjá einnig: Nicole Kidman búin að fara í lýtaaðgerðir

Samkvæmt svæfingalækninum Dr. Naveen Cavale er mjög sjaldgæft að eitthvað svona gerist eftir brjóststækkanir. Hann sagði jafnframt í samtali við The Sun, að það væri líklegra að þetta hefði gerst vegna svæfingarinnar eða aðgerðarinnar en að þetta hafi gerst vegna brjóstapúðanna.

SHARE