Ung stelpa lögð í einelti – Strauk úr skólanum á hverjum einasta degi

Ung stelpa birti í dag á facebook síðu sinni hvernig komið hefur verið fram við hana og talar um eineltið sem hún er búin að vera fyrir síðan í 2.bekk í grunnskóla.
Hún segir þetta miklu verra en fólk getur hugsað sér, sem ekki hefur lent í þessari hræðilegu reynslu.
Falleg og dugleg stelpa hér á ferð.

Ég er búin að vera lögð í einelti síðan í 2 bekk .
þetta byrjaði allt vel ég byrjaði í glerárskóla í 1 bekk
og þá var allt í lagi og bara gaman að byrja í skóla
en svo fór ég í 2 bekk og þá byrjaði aðeinns svona stríðni og eitthvað
en svo fór ég í 3 bekk og þá fór allt að versna
krakkarnir (mest strákarnir) fóru að uppnefna mig klípa mig og rífa í hárið á mér og eitthvað
en svo fór ég í 4 bekk og þá byrjaði allt ruglið krakkarnir byrjuðu að tala illa um mig baktala mig og gera sömuhluti og í 3 bekk
svo fór ég í 5 bekk og þá versnaði þetta enþá meira nokkrir strákar í bekknum mínum
ákvöðu að ráðast á húsið mitt eða okkar fjölskildunar
með því að skjóta einnhverjum berjum á húsið
mamma mín og pabbi skildu fyrir svolítið löngu síðan
og þessir strákar vissu bara hvar pabbi minn bjó og þeir héldu að ég ætti heima þar.
Pabbi minn var á sjó á þessum tíma og hann vissi ekkert hvað geingi á
fyrr en konan hans sagði honum að það hefði verið ráðist á húsið þeirra.
Hún var nátturulega í sjokki og vissi ekkert hvað geingi á sjálf hún hringdi strax i lögguna og
og strákarnir komu og þurftu að þrífa húsið að utan.
í 6 bekk þá var komið það tíma bil að ég ætlaði bara að hverfa og koma aldrey til baka á hverjum einasta deigi strauk ég úr skólanum og fór heim og hrindi strax í mömmu og sagði henni allt hágrátandi. Hún var við síman alla dag því hún vissi að ég mundi hringja i hana hágrátandi eftir ömurlegan skóladag.
Ég var algjörlega búin að gefast upp okkur langaði helst bara að flitja burt.
En í 7 bekk þá fór ég í skóla sem heitir Hlíðaskóli ég fór í hann í 1 og sirka hálfan vetur
og svo ákvað ég að prófa að fara aftur í glerárskola því ég hélt algjörlega að allir krakkarnir væru búnir að þroskast síðan í 1 bekk og uppúr enn neii þau hafa ekki þroskast neitt
það gekk alveg ágætlega fyrst en svo byrjaði alltaf eitthvað DRAMA ógeðð
og svo var það í lagi og ég fór bara að vera með bekknum aftur
svo hætti ég og ein stelpa í bekknum að tala saman og þá hættu bara allar að tala við mig þannig ég er alltaf ein núna 🙁 En sem betur fer á ég 2 yndislegar vinkonur í skólanum sem eru ekki með mér í bekk þær eru í 8 og 10 bekk og þær hjálpa mér alveg rosalega mikið í skólanum og og bara efað einnhver gerir eitthvað við mig þá hjálpa þær mér mjög mikið og ég er roslega ánægð með það hvað þær hjálpa mér mikið í skólanum.
Ég er búin að reyna að spruja hvað hef ég eiginlega gert þá fæ ég þau svör
þú varðst til og hvernig nenniru að vera til? og ég verð svo sár að augun fyllast af tárum og ég kom ekki upp orði mér langaði svo að seigja eitthvað en ég gat það bara ekki.
Mér kvíðir alltaf til að fara í skólan því ég veit að þetta verði ömurlegur dagur ég fer að sofa öll kvöld með hnút í maganum útaf ég kvíð svo rosalega mikið til að fara í skólan.
Ég vildi bara deila því með ykkur hvernig lífið mitt er búið að vera
og bara svo þið vitið þá er ég ekki að reyna ná athygglini frá ykkur en PLÍSS DEILIÐ
bara fyrir MIG og ef ég er feit ljót ógeðsleg og í ógeðslegum fötum samt HÆTTIÐ AÐ LEGGJA MIG Í EINELTI ! og eitt annað þetta er miklu Verrrraa en þið haldið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here