Ung börn sett í skammarkrókinn er það eðlilegt?

Er eðlilegt að 1,2 – 3 ára börn séu sett í skammarkrók á leikskólum í Reykjavík, hun.is hefur undanfarið heyrt nokkrar mæður tala um þetta. Margar áleitnar hugsanir leita á mann þegar maður heyrir svona fréttir og langar mig að deila nokkrum þeirra með ykkur og skora á ykkur að ræða málin og láta skoðanir ykkar heyrast.

Hvað skilur 2ja ára barn mikið af orsakasamhengi? Skilur barnið af hverju það er sett út í horn? Var fullorðin manneskja með því? Var það haft eitt og yfirgefið? Semsagt: hvernig voru allar aðstæður, hvert var hugarfarið að baki þessarar aðgerðar? Hvernig var talað við barnið? Hvað skilja 2ja ára börn mikið af útskýringum sem fjalla um orsök og afleiðingu? Ung börn „skilja“ raddblæ og lesa í andlit fullorðinna, einkum augu en hvenær fer orðaskilningur að vera marktækur?  Værir þú alveg róleg(ur) ef litla barnið þitt væri sett í skammarkrókinn? Af hverju? Af hverju ekki? Eru skammarkrókar uppeldistæki á leikskólum okkar? Ef svo er, hvaða hugsun liggur þar að baki?

Hugsum málið- ræðum málið!   Málið snýst um börnin okkar!   

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here