Það varð töluvert fjaðrafok þegar ákveðið var að mæður og eiginkonur mættu taka þátt í Ungfrú alheimur frá og með árinu 2023. Þessi nýja regla varð til þess að sú kona sem krýnd var Ungfrú alheimur, R’Bonney Gabriel, er elsti sigurvegari allra tíma í þessari keppni. Hún er aðeins 28 ára gömul.
Árið 2020 var Andrea Meza, frá Mexíkó, sú elsta sem krýnd hafði verið þegar hún varð Ungfrú alheimur 26 ára. En nú hefur R’Bonney slegið þetta met eins og fyrr segir, með sín 28 ár og 300 daga.
Hér má sjá hana hanna fötin sem hún var í í keppninni. Ótrúlega klár stelpa.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.