Ungfrú Ameríka 2015 car krýnd í nótt og hún heitir Kira Kazantsez og er 23 ára gömul og á rússneska foreldra sem fluttu til Bandaríkjanna, Kira sigraði fyrst í keppninni um titilinn Ungfrú New York. Hún talar reiprennandi ensku og rússnesku og segir að foreldrar hennar hafi flutt frá Rússlandi svo hún og bróðir hennar gætu átt betra líf.
Kira stefnir á að verða lögfræðingur og hefur fengið inngöngu í Fordham University’s Law School. Hún er talsmaður samtaka fórnarlamba heimilisofbeldis en hún var í ofbeldissambandi í framhaldsskóla og segir að hún vilji að fólk hætti að velta fyrir sér: „Af hverju fer hún ekki bara frá honum?“ Það geta verið ótal ástæður, sem fólk veit ekki um, fyrir því að kona fer ekki frá manni sem beitir hana ofbeldi.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.