Ungfrú Ameríka 2015 hefur verið krýnd

Ungfrú Ameríka 2015 car krýnd í nótt og hún heitir Kira Kazantsez og er 23 ára gömul og á rússneska foreldra sem fluttu til Bandaríkjanna, Kira sigraði fyrst í keppninni um titilinn Ungfrú New York.  Hún talar reiprennandi ensku og rússnesku og segir að foreldrar hennar hafi flutt frá Rússlandi svo hún og bróðir hennar gætu átt betra líf.

Kira stefnir á að verða lögfræðingur og hefur fengið inngöngu í  Fordham University’s Law School. Hún er talsmaður samtaka fórnarlamba heimilisofbeldis en hún var í ofbeldissambandi í framhaldsskóla og segir að hún vilji að fólk hætti að velta fyrir sér: „Af hverju fer hún ekki bara frá honum?“ Það geta verið ótal ástæður, sem fólk veit ekki um, fyrir því að kona fer ekki frá manni sem beitir hana ofbeldi.

Hér eru svo fleiri myndir af þessari gullfallegu ungu konu. Hvernig lýst ykkur á hana?
308909_1280x720
13078626-standard
29th Annual Starlight Children's Foundation
kira-kazantsev-new-york-usa-5-things-lead
kira-kazantsev
missamerica630
SHARE