Fegurðardrottningarnar Mariana Varela og Fabiola Valentin eru hjón! Konurnar, sem voru ungfrú Argentína og ungfrú Púertó Ríkó árið 2020, deildu þessum gleðifréttum á Instagram á sunnudaginn. „Eftir að halda sambandi okkar leyndu ákváðum við loksins að opinbera hjónaband okkar á þessum sérstaka degi. “ skrifaði parið á samfélagsmiðla. Varela, 26, og Valentín, 22, birtu einnig myndband með myndum frá trúlofun þeirra, myndum af samsvarandi demantshringum og öðrum sameiginlegum gleðistundum við ströndina og með fjölskyldu og vinum. Síðasta myndin er svo af þeim á tröppum fyrir utan dómshús þar sem þær eru nýgiftar.
Það rigndi yfir þær hamingjuóskum eftir tilkynningu brúðhjónanna og þar á meðal var Abena Akuaba, sem var Miss Grand USA 2020, og fyrsta svarta konan til að vinna Miss Grand International keppnina. „Omg til hamingju, keppnin MGI kom saman fallegu sambandi 😍,“ skrifaði hún.
Parið hittist fyrst í keppninni árið 2020 og hafa verið óaðskiljanlegar síðan, en hræddar við að opinbera sambandið vegna ótta við viðbrögðin sem þær myndu fá, samkvæmt HOLA! tímaritinu. Varela var einnig fulltrúi Argentínu í Miss Universe keppninni árið 2019, þar sem hún var meðal 10 efstu.
Miss Grand International keppnin hófst árið 2013 og hófst Tælandi. Hlutverk keppninnar er að „senda út skilaboð um að gefa heiminum ást og frið,“ segir á vefsíðu samtakanna, og að efla „þekkingu og skilning mannkyns til að berjast fyrir því að stöðva stríð og ofbeldi“.