Keppnin hófst með 88 keppendum, allsstaðar að úr heiminum, en sú sem þótti sú fallegasta var Paulina Vega (22). Hún er Ungfrú Kólumbía. Þetta var hörð keppni en Paulina heillaði alla með framkomu sinni og fegurð (auðvitað) og stóð uppi sem sigurvegari.
Hún var súper flott í bikini og kvöldkjóllinn var æðisgenginn!
Ungfrú heimur frá því í 2012, Olivia Culpo, sagði frá því í viðtali að stefnumótalífið hafi heldur betur orðið flóknara við það að verða fegurðardrottning. Hún sagði að karlmenn hafi ekki alltaf vitað af titlinum fyrir fram og þegar þeir hafi komist að þessu hafi það orðið, oft á tíðum, frekar vandræðalegt. „Ég er alltaf Olivia og ég hugsa alltaf um það fyrst og fremst, ekki titilinn.“