Ég get alveg gleymt mér þegar ég skoða síðuna hennar Berglindar http://lifandilif.is þar er að finna svo mikið af fróðleik um allt mögulegt.
Hér kemur fróðleikur um unglingabólur frá henni.
unglingsárunum þjást margir að bólginni, rauðri, bólóttri húð sem gjarnan eru kallaðar unglingabólur. Hormónabreytingar á gelgjuskeiðinu valda því að fitumyndun í fitukirtlum húðarinnar eykst og op kirtlanna þrengjast eða lokast. Í framhaldi fjölga bakteríur sér í fitukirtlunum og bólgur myndast og sýkingarhætta eykst. Fituríkur skyndibiti er talinn sérstaklega slæmur fyrir þá sem eru með mikið af unglingabólum.
Heilsusamlegt mataræði og að þrífa húðina reglulega er talinn mikilvægur þáttur í að halda bólunum í skefjum. Áður en haldið er til læknisins (eða með læknismeðferð) þá er hægt að hafa eftirfarandi atriði í huga um mataræðið:
Vítamín:
A vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigða húð og gefur ónæmiskerfinu extra boost til að verjast sýkingum.
B3 vítamín minnkar bólgur.
B6 vítamín hefur áhrif á kynhormón.
B5 vítamín hraðar græðslu sára.
C vítamín er öflugt andoxunarefni sem hjálpar líkamanum að hreinsa sig.
E vítamín hraðar græðslu sára og minnkar líkur á að ör myndist á húð.
Steinefni:
Selen er snefilsteinefni og mikilvægt andoxunarefni sem vernda frumurnar gegn skemmdum.
Sink minnkar bólgur og hreinsar líkamann.
Annað sem gott er að neyta:
Omega 6 olíur; Kvöldvorrósarolía minnkar bólgur og vinnur að jafnvægi hormóna.
Góðgerlar viðheldur heilbrigðum meltingarvegi ef viðkomandi þarf að fara í sýklameðferð til að vinna á bólunum.
Matvara sem gott er að velja:
Ferskir ávextir og grænmeti
Ostrur
Heilkorna vörur (án sykurs)
Hnetur og hnetusmjör (bæði þarf að vera alveg hreint, án salts og engin olía)
Fræ og þá sérstaklega sólblómafræ
Egg
Kjúklingur
Matvara sem þarf sérstaklega að forðast:
Skyndibiti sem inniheldur mikið af salti og steiktur upp úr óhollum olíum.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!