Unglingar og Kynlíf

Hvað er kynlíf?

Í kynlífi tjáir fólk sig með líkamanum.  Kynlíf er þó bæði líkamlegt og andlegt, hægt er að fullnægja kynhvötinni á annan hátt en að hafa samfarir, til dæmis með ástarorðum, augnatilliti, káfi, strokum, gælum, kitli og kossum.

Allir hafa hugmynd um kynlíf.  Sumir hafa sínar hugmyndir úr kvikmyndum sem oft gefa ekki rétta mynd.

  • Kynlíf er yndislegt og fallegt með réttri manneskju á réttum stað og á réttum tíma.  Með rangri manneskju, á röngum stað og á röngum tíma getur kynlíf verið ömurlegt og jafnvel hættulegt.
  • Kynlíf er náið samband tveggja einstaklinga, karls og konu, konu og konu eða karls og karls.
  • Kynlíf þarfnast virðingar og trausts.
  • Kynlíf er mjög persónulegt og ekki eitthvað sem þú deilir með hverjum sem er.
  • Kynlíf þitt kemur engum öðrum við (nema foreldrum þínum ef þú ert of ung(ur)).
  • Strákar hafa ekki meiri kynþörf en stelpur, heldur er það einstaklingsbundið.
  • Kynlíf er ekki skylda!

Að sofa hjá eða ekki Áður en þú lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að taka ákvörðun um kynlíf er mikilvægt að vita hvað þú vilt.

Hér eru nokkrar spurningar sem gott er að velta fyrir sér:

  • Ertu tilbúin(n) til þess að stunda kynlíf?
  • Fyrir hvern ætlar þú að stunda kynlíf (þig eða hinn aðilann)?
  • Skiptir máli hver það er í fyrsta skiptið?
  • Hvar viltu vera í fyrsta skiptið (í rennblautu tjaldi, úti í garði eða í þægilegu rúmi)?
  • Hvers konar minningar viltu eiga um fyrsta skiptið?

Það geta verið margar ástæður fyrir því að unglingar byrji að stunda kynlíf of snemma, til dæmis:

  • Álit annarra (allir í vinahópnum segjast vera búnir að sofa hjá).
  • Kæruleysi af völdum áfengis eða neyslu annarra efna.
  • Kærastinn/kærastan segist fara ef samfarir eiga sér ekki stað.
  • Trú um að verða meiri manneskja eftirað samfarir hafa átt sér stað.
  • Sanna ást sína á einhverjum/einhverri.

Það er þín ákvörðun hvenær þú byrjar að stunda kynlíf (ef þú ert ekki allt of ung(ur) og foreldrar þínir ráða því).  Vinir, kunningjar, kærasta/kærasti eða fjölmiðlar ráða engu um það.

Ef þú ákveður að hafa ekki samfarir fyrr en þú verður eldri þarftu EKKI að réttlæta þá ákvörðun, þú þarft ekki einu sinni að tala um það.

Í sumum hópum unglinga verður kynlíf aðalumræðuefnið og margir freistast til að segja hetjusögur af sjálfum sér og tala um hversu mörgum þær/þeir hafi sofið hjá.  Hetjusögur er réttnefni vegna þess að þær eiga sér yfirleitt ekki stoð í raunveruleikanum eða hafa verið ýktar verulega.

Það er skynsamlegt að byrja ekki að stunda kynlíf fyrr en líkamlegum og tilfinningalegum þroska hefur verið náð.

Þeir sem leita að ást og þrá að vera elskaðir leita stundum að ást í kynlífi og oft hjá mörgum bólfélögum.  Hafðu í huga að ást finnst ekki í kynlífi en ef ást er fyrir hendi getur kynlíf verið tjáning hennar.

Úr bókinni: Hvað er málið

Farðu inn á Doktor.is til að lesa fleiri heilsutengdar greinar

Screen Shot 2014-11-26 at 18.53.23

 

Tengdar greinar: 

Þurfa börn og unglingar að fræðast um kynlíf?

Finnst að stúlkur megi stunda kynlíf 14 ára

Unglingar og ást – ung stúlka skrifar bréf

 

SHARE