Nicolette og Michael byggðu sitt eigið hús á einungis 7 mánuðum árið 2018. Húsið er mjög lítið eða um 29 fermetrar en þau komu öllu sem þau vildu á þessa fáu fermetra. Það er sturta og salerni, eldhús með ofni og 4 hellum til að elda á.
Sjá einnig: 15 frábær förðunarráð
Þau eru líka með ísskáp í fullri stærð, tvö skrifborð til að vinna við, sófa, arinn, stóra bókahillu og margt fleira.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.