Ameríski Mormóninn og trúboðinn Mason Wells (19) hefur núna sloppið lifandi frá þremur hryðjuverkaárásum. Hann var einnig staddur skammt frá hryðjuverkaárásinni í Boston og var í París á síðasta ári. Nú var hann staddur með félögum sínum við trúboðastörf í Brussel, en slapp því miður ekki eins vel og í síðustu tveimur sprengingunum. Hann hlaut annars og þriðja stigs bruna á höndum og fótum, og rifna hásin en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu.
Sjá einnig: Hvernig er umhorfs eftir hryðjuverkin?
Hryðjuverkin í Brussel hafa vakið gríðarlegan óhug hérna í vesturhluta þessa heims, enda eru árásirnar heldur nærri heimahögum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að heimurinn er allur harmi sleginn vegna fjöldamorða annars staðar í heiminum, sem ber ekki að gleyma.
Sjá einnig: Madonna nýtir sér hryðjuverkin í París til að kynna nýju plötuna sína
Talið er að morðingjarnir hafi borið á sér hanska sem voru rofinn af sprengjunni sem þeir báru á baki sér.
Sjá einnig: Bjargaði ófrískri konu í París
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.