Jæja, ég er að hugsa um að gera þetta að föstum liði hér í þessum pistlum mínum.. Uppáhalds í augnablikinu.. og núna eru það vörurnar sem hafa verið mest notaðar í nóvember/desember.
Í engri sérstakri röð..
Varalitur frá MAC sem heitir Faux, hann er akkúrat mátulega bleikur fyrir mig og er mjög fínn bæði hversdags og spari. Varaliturinn kostar 3.490.- og fæst að sjálfsögðu í MAC Smáralind og Kringlunni.
Varalitablýantur frá MAC sem heitir Dervish.. fullkominn með Faux og bara einn og sér líka.. hann er líka fallegur undir varalitinn Modesty og Angel frá MAC. Varalitablýanturinn kostar 2.990.- og fæst í MAC Smáralind og Kringlunni
Gamla góða Fix Plúsið.. Love it ! Fæ bara ekki nóg af því og svo er það líka á fáranlega góðu verði í MAC – 3.290.- fyrir 100 ml ! Fæst í MAC Smáralinda og Kringlunni.
Og síðast en ekki síst er ég búin að vera voða dugleg að brúnka mig undanfarið og þessi froða er í algjöru uppáhaldi – St. Tropez Express. Fæst meðal annars í Hagkaup en ég veit ekki verðið.. það er í kringum 7 þúsund ef ég man rétt.
Ég heiti Bengta María, er 37 ára, á mann eða unnusta við erum ekki búin að gifta okkur ennþá og svo á ég 16 ára gamla stjúpdóttur. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að verja tíma með fjölskyldunni og vinum mínum, leika mér með makeup, allskyns húðumhirða og svo að skrifa