Uppáhalds jólamyndirnar

Það má alveg deila um það hvers vegna jólin eru haldin hátíðleg á hverju ári. Hvort það er af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum sem fólk hrúgar glingri á grenitré inni í stofu hjá sér. Hver svo sem ástæðan er þá fylgir þessum tíma stemning sem gott er að sökkva sér í milli anna. Sérstaklega ef börn eru á heimilinu. Það er hægt að skapa góðar minningar og hefðir með smá sjónvarpsglápi og öðrum sniðugum brellum sem búa til góða stemningu.

Ég tek jólin alla leið og nota til dæmis bara eldspýtur til að kveikja á kertum. Ég treð negulstönglum í mandarínur til að auðga jóla-ilminn á heimilinu. Bakstur og jólagjafainnpakkanir fara að sjálfsögðu ekki öðruvísi fram en með Frank Sinatra á fóninum. Já, mér finnst eiginlega skylda að hlusta á jólalög á gömlum plötuspilara, það er eitthvað alveg extra við það.

Eitt af því sem setur jólastemmarann algjörlega eru kvikmyndir sem gaman er að horfa á í kringum hátíðarnar og ég ætla að nefna hér nokkrar sem koma mér og mínum í jólaskap.

 

Elf

Will Ferrel íklæddur gulum nælon-sokkabuxum ráfandi um götur og torg New York eins og frumbyggi. Þarf að segja meira?

buddy

 

Home Alone 1 & 2

Það er alltaf jafn hressandi að sjá ræningjana fá straujárn í andlitið og heimilislausu dúfnakonuna fá jólagjöf að lokum.

home alone

 

 

Nightmare before christmas

Verandi aðdáandi leikstjórans Tim Burton þá kann ég sérstaklega að meta jólamyndina hans sem er svo fallega dimm og ævintýraleg. Svartnætti og jólagleði í einstakri blöndu. Hún er þó eflaust ekki fyrir alla og sérstaklega ekki börn.

Screen Shot 2014-12-23 at 21.13.03

 

A Christmas Carol

Þetta er ein af þessum myndum sem ég varð „traumatized“ yfir sem barn því hún hafði afdrifarík áhrif á líf mitt. Mér verður stundum hugsað til aumingja Ebenezer Scrooge og draugana sem ásækja hann fyrir að hafa verið geðvondur nískupúki allt sitt líf og málað sig út í horn.

vlcsnap66103

 

 

Smokey Mountain Christmas

Dolly Parton í jólastuði uppi í fjallakofa í Bandaríkjunum. Nornir, skógarhöggsmenn og munaðarlaus börn í góðum fílíng. Allt eins og á að vera í Bandarískri glansmynd sem endar vel.

smoky5

 

 

Annie

Mér þykir alltaf vænt um munaðarleysingjann Annie og kann líklega kvikmyndina utan að eftir hér um bil 136 áhorf frá blautu barnsbeini. Jólaleg og hátíðleg söngleikjamynd sem nístir í hjartað!

annie

 

 

Bad Santa

Síðast en ekki síst verður að nefna jólamynd sem er líka ekki við hæfi barna en það er smellurinn Bad Santa sem fjallar um þunglyndan drykkfelldan karlmann sem vinnur fyrir sér sem jólasveinn í stórmörkuðum. Hann skipuleggur svo rán með samstarfsmanni sínum, sem er dvergur, og virðist ætla að toppa allt í óþokka sínum þegar lítill strákur og falleg kona ná að bræða hjartað hans. Dásamleg mynd!

Screen Shot 2014-12-23 at 21.58.12

Hver er uppáhalds jólamyndin þín? Segðu okkur frá því í athugasemd hér að neðan.

Tengdar greinar:

Fjölskyldujólamyndir

Sá sem setti upp jólaljósin var ekki í jólaskapi

Snjóboltastríð í „slow motion“

 

SHARE