
Það er sagt að mynd geti sagt meira en 1000 orð. Það er hverju orði sannara.
Í rúm 2 ár hefur ítalski ljósmyndarinn Gabriele Galimberti verið að heimsækja drengi og stúlkur um víða veröld og taka myndir af þeim með flottasta/verðmætasta leikfanginu þeirra.
Sjá einnig: Góð tímasetning!
Þetta er bara eitthvað svo dásamlegt en á sama tíma svo sorglegt. Börnin eru svo stolt af leikföngunum sínum en maður sér líka hvað auðnum er misskipt í heiminum.
Heimildir: BoredPanda

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.