Uppáhaldskynlífsathafnir stjörnumerkjanna

Við höfum öll okkar skoðanir á því hvað við viljum í kynlífinu. Það er þó munur á hvað er í uppáhaldi hjá hverjum og einum og það getur að hluta til tengst því í hvaða stjörnumerki þú ert.

Hér eru uppáhaldskynlífsathafnir hvers stjörnumerkis fyrir sig.

865885-bdsm-sex-worker

 

Steingeitin: Hvaða stelling sem er, en það þarf bara að vera smá BDSM

Steingeitin vill sleppa sér svolítið í svefnherberginu því kynlíf er ein besta leiðin fyrir Steingeitina til að tjá sig af heilum hug.

Hinsvegar er stjórnun þeim mjög mikilvæg fyrir Steingeitina þegar kemur að nándinni svo hún mun ganga mikið á eftir því sem hún vill í kynlífinu. Þegar hún fær svo leyfi til að gera hlutina sem hana langar til að prófa, kveikir það heldur betur í henni.

 

Vatnsberinn: Hann finnur upp á sínum eigin stellingum

Vatnsberinn er einn af þeim sem kemur þér sífellt á óvart í kynlífinu. Hann getur verið mjög óútreiknanlegur og haldið þér í óvissu. Hann gæti svo gert eitthvað allt annað næst þegar þið hittist.

Að gera það sama aftur og aftur er mjög leiðinlegt og Vatnsberinn þráir nýjungar og náttúruleg ævintýraþrá hans veldur því að hann er mjög skapandi í rúminu. Vatnsberinn getur verið einn besti bólfélagi sem um getur.

sex

Fiskurinn: Á hliðinni

Fiskurinn vill að kynlífinu fylgi mikil nánd milli hans og hinnar manneskjunnar. Sú stelling, að liggja á hliðinni, er í uppáhaldi hjá Fiskinum því hún hittir á alla bestu staðina.

Þeim finnst líka gott að kúra í þessari stellingu og er það ein önnur leið Fisksins til að finna fyrir nándinni.

 

[nextpage title=”Fleiri stjörnumerki”]

 

Hrúturinn: Pottþétt hundastellingin

Hrúturinn fær útrás fyrir drottnunarþörf sína í kynlífinu. Hann á ekki erfitt með að sjá til þess að báðir aðilar séu á sömu blaðsíðu og er ekki feiminn við að biðja um og þiggja það sem hann vill fá frá hinum aðilanum.

Hinsvegar máttu ekki búast við að fá mikið kelerí frá Hrútnum. Hann er mikið fyrir að fá sína nánd hratt og „dörtí“.

sexpectations-05

Nautið: Elskar að kúra

Nautið velur að taka sér tíma fyrir nánd með elskhuga sínum. Það vill hugsa um öll smáatriðin í öllu samlífinu og vilja láta sinna hverjum sentimetra af líkama sínum.

„Sjortarar“ eru ekki eða fara að gera mikið fyrir Nautið því nándin er númer 1,2, og 3. Fullnæging eða ekki, þið verðið í það minnsta að kúra eftir á.

Tvíburinn: Dónatal er mjög mikilvægt

Tvíburinn er eins og opin bók þegar kemur að kynlífi og nánd við aðra. Hann er alveg til í trekant, hlutverkaleiki og hvaða stellingu sem þér kann að detta í hug og er mikið til í allt nýtt.

Tvíburinn vill að það sé talað við hann í rúminu og þú mátt alveg tala dónalega. Þetta er besta samskiptaleiðin fyrir Tvíburann til að segja hvað hann vill og hvað er best.

 

[nextpage title=”Fleiri stjörnumerki”]

Krabbinn: Uppáhaldið er klárlega 69

69 stellingin er í uppáhaldi hjá Krabbanum til að veita og fá unað á sama tíma. Hann elskar að veita mikinn unað og þiggja hann líka og þessi stelling með Krabbanum mun vera mjög fullnægjandi fyrir þig.

Ljónið: Standandi stellingar

Ljónið er eitt þeirra merkja sem vill prófa allar kynlífsstellingar, svo lengi sem það stjórnar aðstæðunum. Hann er hrifinn af standandi stellingum, til dæmis í sturtu.

Hinsvegar vill Ljónið ekki láta stjórna sér og það lætur þig vita ef þú ferð yfir línuna. Það er ekkert sem stoppar Ljónið í að fá það sem það vill.

making-love-sex-and-love

 

Meyjan: Trúboðastellingin

Meyjan vill alls ekki stunda kynlíf standandi og vill helst liggja uppi í rúmi með bólfélaga sínum. Ef þú stundar kynlíf með Meyju í trúboðastellingunni muntu senda hana til tunglsins.

Þessi stelling er Meyjunni mikils virði því hún vill ekki fá krampa í kynlífinu og vill ekki þurfa að standa.

 

[nextpage title=”Fleiri stjörnumerki”]

 

Vogin: Konan ofan á

Vogin vill að þú hrósir henni fyrir fegurð hennar og fallegan líkama. Konur í Voginni vilja oft taka völdin og vera ofan á, skiptir ekki máli hvort hún snýr bakinu eða andlitinu að bólfélaganum.

Þessi stelling gefur bólfélaganum tækifæri til að dást að líkama Vogarinnar og það finnst henni ekki leiðinlegt.

how-does-sex-relate-to-the-zodiac-628147226-sep-20-2012-1-600x400

Sporðdrekinn: Vill bara kynlíf

Sporðdrekinn er það merki sem elskar nánd. Hann elskar kynlíf og allt sem tengist því og þreytist aldrei á því.

Bólfélagar Sporðdrekans þurfa að hafa sig alla við til að halda í við hann og þreyttist langt á undan honum. Þú verður að hafa mikið úthald til að halda í við Sporðdrekann.

Bogmaðurinn: Sjálfsfróun takk

Bogmaðurinn finnur oft fyrir löngun í kynlíf á versta hugsanlega tíma. Þegar þörfin grípur Bogmanninn er ekkert sem stöðvar hann….. eða fátt allavega. Hann vill bara vera viss um að þörfum hans sé fullnægt.

 

Heimildir: Higherperspective.com

 

SHARE