Uppáhaldskynlífsathafnir stjörnumerkjanna – Tvíburinn

Við höfum öll okkar skoðanir á því hvað við viljum í kynlífinu. Það er þó munur á hvað er í uppáhaldi hjá hverjum og einum og það getur að hluta til tengst því í hvaða stjörnumerki þú ert.

Tvíburinn: Dónatal er mjög mikilvægt

Tvíburinn er eins og opin bók þegar kemur að kynlífi og nánd við aðra. Hann er alveg til í trekant, hlutverkaleiki og hvaða stellingu sem þér kann að detta í hug og er mikið til í allt nýtt.

Tvíburinn vill að það sé talað við hann í rúminu og þú mátt alveg tala dónalega. Þetta er besta samskiptaleiðin fyrir Tvíburann til að segja hvað hann vill og hvað er best.