Við höfum öll okkar skoðanir á því hvað við viljum í kynlífinu. Það er þó munur á hvað er í uppáhaldi hjá hverjum og einum og það getur að hluta til tengst því í hvaða stjörnumerki þú ert.
Vatnsberinn: Hann finnur upp á sínum eigin stellingum

Vatnsberinn er einn af þeim sem kemur þér sífellt á óvart í kynlífinu. Hann getur verið mjög óútreiknanlegur og haldið þér í óvissu. Hann gæti svo gert eitthvað allt annað næst þegar þið hittist.
Að gera það sama aftur og aftur er mjög leiðinlegt og Vatnsberinn þráir nýjungar og náttúruleg ævintýraþrá hans veldur því að hann er mjög skapandi í rúminu. Vatnsberinn getur verið einn besti bólfélagi sem um getur.