Fáðu upplýsingar um húðkrabba
Húðkrabbanmein er ein algengasta tegund krabbameina. Það er gott að vita að læknavísindin ráða tiltölulega vel við húðkrabbamein ef það er greint á fyrstu stigum. Fylgstu vel með húð þinni og hér eru nokkur atriði sem vert er að huga að. Hér eru nokkur ráð frá húðsjúkdómalækni.
Það er mikilvægt að skoða alla húðin vel og vandlega a.m.k. einu sinni á ári. Húðæxlin geta leynst hvar sem er, á útlimum, undir tungunni, milli tánna-sem sagt hvar sem er.Þegar húðblettir eru skoðaðir er rétt að athuga sérstaklega eftirfandi:
Spegilmynd Ef bletturinn væri skorinn í tvenn eftir miðju- eru báðir hlutarnir eins? Það viltu sjá! Brúnirnar Ef blettur er mjög óreglulegur í laginu og hrufóttur er ástæða til að láta athuga hann Litur Blettur á að vera með einum lit. Það lofar ekki góðu ef margir litatónar eru á honum. Ef hann er í brúnum, bláum, rauðum, hvítum og svörtum litum skaltu láta skoða hann. Stærðin Þú átt ekki að bíða eftir að blettur sem þér finnst grunsamlegur stækki. Oft eru húðæxlin orðin um ½ cm. þegar þau greinast en stundum eru þau líka minni. Breytingar Ef blettur breytist, hvort sem er að stærð, lögun eða lit skaltu strax hafa sambandi við lækni. Annað sem rétt er að athuga. Bleikar bólur. fólk ætti að láta athuga bólur sem það hefur fengið og vilja ekki hverfa – eru búnar að vera fjórar vikur eða lengur-. Fólk heldur að þetta sé bara bóla en það getur verið annað og alvarlegra“ Greinileg sár. – Húðkrabbi getur litið út eins og sár sem vill ekki gróa. Þannig getur sár í munnholi sem ekki vill gróa verið vísbending um krabbamein í munni. Húðkrabbi getur komið hvar sem er og skiptir miklu að láta skoða sár sem ekki vilja gróa. Þetta á við um alla en einkum þá sem reykja, nota munntóbak eða drekka mikið áfengi. Kláði – Fylgstu veil með blettum, vörtum eða freknum sem kláði er í eða eru aum viðkomu.
|