Uppskrift: einfaldasti og hollasti ís í heimi

Fyrir ykkur sem elska að borða ís og þá sérstaklega yfir sumartímann þá er um að gera og prufa þessa ofur einföldu uppskrift af heimagerðum ís sem ég fékk hjá samstarfskonu minni.

Það sem þarf eru:

3 frosnir bananar
nokkur frosin hindber
1 tsk lífrænt kakó
3 dropar karamellu steviu dropar

Það er mjög sniðugt að afhýða bananana áður en þeir eru frystir en það er nánast ómögulegt að ná þeim úr hýðinu þegar þeir hafa eytt nokkrum tíma í frystiskápnum en þar tala ég af reynslu. Til að einfalda uppskriftina ennþá meira er gott að vera búin að búta bananana niður áður en þeir eru frystir.

Til að búa til ísinn þá eru öll hráefnin sett saman í blandara og þetta látið þeytast saman. Þegar þetta er oriðið að mjúkri blöndu er ísinn tilbúinn en uppskriftir verða ekki mikið einfaldari en þetta.

Fyrir ykkur sem eigið matvinnsluvélar þá er auðvitað best að nota þær. Síðan má leika sér áfram með það hvað maður blandar saman við frosnu bananana en ég mæli hiklaust með karamellu stevíu dropunum en þeir fást út í næstu matvörubúð.

NOW-06938-3

 

Svona líta droparnir út

SHARE