Það má deila um hvort að þessar séu uppskrift eða DYI, en þær eru allavega agalega krúttlegar og skemmtilegar að búa til, sérstaklega með börnunum.
1) Bakið bollakökur að eigin vali.
2) Súkkulaðismjörkrem sett á kökurnar.
3) Notið saltstangir fyrir horn, smáköku fyrir andlit, hvít M&M fyrir augu eða annað nammi, svart smjörkrem fyrir augasteina, brúnt og rautt Smartís, M&M eða annað nammi fyrir nefið.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.