Út að borða fyrir börnin – fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða – fer af stað í fimmta sinn í dag og stendur til 15. mars. Staðirnir styðja átakið með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Aldrei hafa fleiri staðir tekið þátt í átakinu, en þeir eru 25 í ár.
Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, hvort sem um er að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi – og þau eiga rétt á vernd gegn einelti og vanrækslu. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta þess að hvert og eitt barn njóti réttar síns samkvæmt Barnasáttmálanum, sem Ísland festi í lög árið 2013.
„Ofbeldi gegn börnum í ýmsum myndum er sorgleg staðreynd á Íslandi og það er virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir veitingastaðir eru tilbúnir að styðja verkefni sem vinna gegn ofbeldi á börnum,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Helstu verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Samtökin gefa meðal annars út fræðsluefni um ofbeldi, vinna að vitundarvakningu, reka ábendingarhnapp um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu í samvinnu við ríkislögreglustjóra, vinna a vernd barna gegn klámi, standa að gagnvirkum fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og reka fræðslu- og upplýsingavefinn verndumborn.is þar sem finna má upplýsingar um einnkenni og afleiðingar ofbeldis gegn börnum og aðgerðir vakni grunur um slíkt. Vináttu-verkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum sem hófst árið 2014. Þá veita samtökin ráðgjöf og vinna að fjölda lagaumsagna þar sem þrýst er á stjórnvöld að tryggja með lögum að börnum sé veitt vernd gegn hvers kyns ofbeldi.
Þeir staðir sem taka þátt í átakinu árið 2015 eru:
Sjávargrillið – 100% af barnamatseðli
Nings – 50% af barnamatseðli
Nauthóll – 50% af barnamatseðli
Við Pollinn / Hótel Ísafjörður – 50% af barnamatseðli
Sólon – 50% af barnamatseðli
900 Grillhús í Vestmannaeyjum – 40% af barnamatseðli
Dominos – 35% af sóttum pizzum – gildir ekki á tilboðum
Grill 66 – 25% af barnamatseðli
KFC – 25% af barnamatseðli
Laugaás – 25% af barnamatseðli
Ruby Tuesday – 25% af barnamatseðli
Íslenska kaffistofan – 25% af kaffidrykkjum
Kringlukráin – 25% af barnamatseðli
Bryggjan á Akureyri – 25% af barnamatseðli
Vegamót – 25% af barnamatseðli
Steikhúsið – 25% af barnamatseðli
Taco Bell – 25% af barnamatseðli
Hamborgarafabrikkan – 25% af barnamatseðli
Skrúður – 25% af barnamatseðli
Subway – 25% af barnamatseðli
Laundromat – 25% af barnamatseðli
Casa Grande – 25% afsláttur af sérstökum matseðli
Smurstöðin – 25% afsláttur fyrir börn til 12 ára aldurs
Mar – 15% af barnamatseðli og af tveimur réttum fyrir fullorðna
Einnig er hægt að senda sms í símanúmerið 904 1900 með textanum “fyrir bornin” og styðja átakið um 1.900 krónur.
Tengdar greinar:
Taktu börnin með út að borða og styrktu Barnaheill í leiðinni
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.