Formleg opnun UT-torgs var á ráðstefnunni „Tilbúin fyrir tæknina?“ í Norðlingaskóla. Upplýsingatæknitorg er opið starfssamfélag skólafólks sem hefur áhuga á að nýta upplýsingatækni í skólastarfi. Markmið þess er að styðja við notkun UT í námi og kennslu, símenntun og upplýsingamiðlun um tækni- og skólaþróun og styrkja tengsl milli skólafólks og fræðasamfélags háskólanna. UT-torg er eitt af torgunum á MenntaMiðju sem hefur það hlutverk að veita nýjum starfssamfélögum í menntageiranum stuðning.
Hugmyndafundur var haldinn í júní. Þar komu fram frábærar hugmyndir um starfsemi torgsins sem flokkaðar voru í eftirfarandi efnisflokka:
• Nýjungar í tækni og skólastarfi
• Hagnýtar upplýsingar um notkun UT í námi og kennslu
• Starfssamfélög í UT
• Umræða og stefnumótun
• Símenntun og starfsþróun
Einnig var markhópurinn skilgreindur:
• Starfandi kennarar
• Skólastjórnendur
• Kennaranemar
• Foreldrar og nemendur
• Fagfélög
• Yfirvöld
• UT iðnaður
• Háskólasamfélag
Vefurinn er vettvangur til þess að fræðast, deila og ræða um upplýsingatækni í námi og kennslu. Leitað er eftir fleiri áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í uppbyggingu torgsins. Allar ábendingar, hugmyndir og skoðanir eru vel þegnar. uppltorg@gmail.com
Hér má finna Facebook síðu UT Torg