Þessi glóandi kjóll breytti Claire Danes í Öskubusku á Met Gala hátíðinni. Þema hátíðarinnar, sem var styrkt af fyrirtækinu Appel, var Manus x Machina: Tíska á tímum tækninnar og tók Claire Danes það alla leið.
Sjá einnig: Kim í silfri og Kanye með linsur á Met Gala
Kjóllinn var hannaður af Zac Posen og var hann hannaður þannig að í efninu voru vafnir ljósþræðir og þurfti 30 lítil batterí til þess að lýsa hann upp.
Sjá einnig: Vantar einn útlim á Claire Danes í Vogue? – Mynd
Hátíðin er haldin til stykrtar Metropolitan Museum Of Art´s Costume (Fashion) stofnunarinnar í New York borg og er það eina deildin innan safnsins sem er með sér sjóð. Einungis er boðið til hátíðarinnar, sem er haldin fyrsta mánudag í maí á ári hverju og kosta miðinn rúmlega 3,6 milljónir og að fá að sitja til borðs kostar 33.6 milljónir.
Sjá einnig: Þessi eldast ekkert smá vel! – Myndir
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.