Sérhvert nýtt foreldri býst við því að geta átt svefnlausar nætur og að barnið muni gráta. Það er bara partur af þessu nýja hlutverki. Það getur hins vegar gerst að þolinmóðasta og dagfarsprúðasta fólk bugast af miklum gráti barns síns. Barnið getur grátið oft, lengi og hátt. Það er hinsvegar ekkert við því að gera nema bara setja undir sig hausinn og halda áfram. Eða hvað?
Sjá einnig: Með 4 ára barn á brjósti
Ef þú býrð í Þýskalandi Austurríki, Sviss eða Lúxemborg geturðu hringt eftir hjálp. „Schreibaby Ambulanz“ eða barnsgráts-sjúkrabíll (slæm þýðing, ég veit) er ætlað til að bjarga foreldrum frá „óendanlegum erfiðleikum og áður óþekktri þreytu“. Þetta úrræði hefur verið til í meira en 20 ár í Evrópu, en vakti nýlega athygli Bandaríkjamanna vegna tísts á Twitter notandanum @darafieldsTX. „Það er barnsgráts-sjúkrabíll í Berlín,“ skrifar viðkomandi.
„Ef barnið þitt er að gráta of mikið og þú ert bara búinn, þá kemur bíllinn til þín, tekur þig í sálrænt mat og gefur góð ráð. Það eru svo hópar og göngudeild með reglulegri eftirfylgni fyrir fjölskylduna. Þetta ætti að vera til í öllum samfélögum.“
Sjá einnig: Hún ól barn 66 ára – Hvernig er lífið 15 árum seinna?
Þetta úrræði hefur reynst vel miðað við það sem sagt er um þetta á netinu. Sumir hafa hringt í göngudeildina, sem tengd er þessu úrræði, til að ræða tilfinningar sínar þegar þau finna fyrir vonleysi, þunglyndi, þreytu, reiði og ótta. Einn sem hafði nýtt sér úrræðið sagði að þau hefðu mætt skilningi og umburðarlyndi og komist að því að þau væru ekki þau einu sem væru að ganga í gegnum álíka erfiðleika. Barnið hafi verið tekið úr faðmi þeirra og huggað, nuddað og strokið þangað til það hætti að gráta. Þetta hafi orðið til þess að þau foreldrarnir hafi getað hlaðið batteríin, andað og komið endurnærð til leiks. Þau hafi losnað við samviskubitið og þetta hafi hjálpað þeim umtalsvert í framhaldinu.
Hvað haldið þið? Mynduð þið vilja hafa svona þjónustu á Íslandi?
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.