Vælusaga dagsins – Matsölustaðaklúður!

Ég lenti í því um daginn að vera að fara út að borða frekar seint eða um níu leitið með konunni minni, þegar maður leggur af stað svona seint er eins gott að maður viti hvert maður ætlar að fara og það sé opið þar!
Við fórum fyrst á Vegamót þar sem við lentum kl 21.10 en þá var lokað þar vegna framkvæmda, við renndum þaðan, ekki alveg að átta okkur á pressunni sem var komin á okkur þar sem allt, já ég sagði ALLT er lokað af matsölustöðum kl 22, við renndum því næst við á Búdda Café á laugavegi en leist ekkert á matseðilinn eða verðið. Næst var ákveðið að fara bara á Grillhúsið Tryggvagötu þar sem við vorum greinilega með allt niðrum okkur í þessu og á leiðinni þangað var ekki talað mikið, bæði orðin frekar svöng og pirruð.
Mætum á Grillhúsið kl 21.30, enginn á svæðinu nema stelpa að þrífa borðin og ég spyr hvort það sé búið að loka… “nei það lokar kl 22” segir hún. Ég spyr því næst hvað það þýði; “ef ég panta semsagt mat núna eftir 5 mínútur og þið eruð 15 mínútur að skvera hann til mun ég þá hafa 10 mínútur til að gúffa honum í mig?”. Svarið var einfallt “við LOKUM klukkan 22!”… mig langaði bæði að eggja húsið og raka köttinn hennar þarna, fyrsta regla fyrir þjónustufólk ætti að vera; gættu að því hvað þú segir við Svangt fólk í blóðsykurfalli, það er eins og tifandi tímasprengja!
Eftir að hafa spólað út af planinu keyrðum við á Grensásveginn, ætluðum bara að henda okkur inná BK kjúkling og gúffa í okkur kjúlla svona í tilefni þess að við vorum löngu hætt að tala saman, bæði að missa okkur úr pirringi. Dettum inná BK og fáum fljótlega eftir að við komum inn þær upplýsingar að allir bitar og allir kjúklingar séu búnir hjá þeim… Spólað út af enn einu planinu.
Á þessum tímapunkti er standardinn ekki hár og þar sem sambandsslit voru yfirvofandi þarna þá skellum við okkur á METRO bara… METRO, ég meina, hvað getur klikkað, alltaf opið frameftir, allavega lúgann opin eitthvað lengur… er það ekki? NEI, “Lokum kl 21 vegna skemmtidagskrár starfsmanna”, nú spyr ég í einfeldni minni; MÁ ÞETTA BARA???
Á þessum tímapunkti er þetta orðið svona skrítið atmo í bílnum þar sem mér þykir konan mín orðin frekar girnileg… ekki svona “sexy” girnileg heldur “alive” girnileg!
Ég keyri bílinn eins og ég sé í Need for Speed alveg brjálaður og andleg uppgjöf ALGJÖR… á leiðinni Suðurlandsbrautina sé ég ljósið í myrkrinu… MEKKA svanga mannsins… þar sem stendur stórum stöfum utaná hurðinni “OPIÐ TIL 23 ALLA DAGA”! EUREKA!!
Eldsmiðjan er opin til 23 alla daga… við vorum komin inn kl. 22.10 og þar tók á móti okkur snillingur sem virðist hafa spottað það um leið að ástandið á þessu fólki var orðið neyðarástand enda hjólaði hann í það að skella saman pizzu á mettíma og fór margfallt fram úr væntingum í þjónustulundinni.
Ég hef bara það að segja, HÚRRA fyrir Eldsmiðjunni, þeirra guðdómlegu flatbökum og þeirra opnunartíma!!

Meira var það ekki í bili, en fínt að hafa svona væluhorn hérna… og já ég er gaur sem skoða hún.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here