Claudia Meija fór á spítala til þess að fæða annað barnið sitt fyrir 8 mánuðum síðan. Þetta atvik átti sér stað á spítala á Orlando en þegar hún var búin að koma barninu í heiminn var farið með hana á annan spítala þar sem handleggir hennar, frá olnboga og fótleggir hennar voru teknir af.
Claudia segist ekki fá almennilega útskýringu á því hversvegna þetta var gert og hefur farið í mál við spítalann. Spítalinn segir að hún hafi verið með streptókokka í útlimunum en sýkingin hefði étið upp hold hennar ef ekkert hefði verið gert. Þeir vilja ekki gefa neinar frekari skýringar og bera því við að hún vilji fá upplýsingar sem brjóti á trúnaði við aðra sjúklinga.
„Ég vil vita nákvæmlega hvað gerðist. Ég fer á spítalann til að fæða barn og kem svona út,“ segir Claudia. „Ég vaknaði eftir aðgerð og var ekki lengur með hendur og fætur og enginn vildi segja mér neitt.“
Barnið sem Claudia átti fyrir hefur spurt hvað hafi gerst og Claudia getur ekki almennilega svarað. Eiginmaður hennar segir
Getgátur hafa komið upp um það að Claudia hafi fengið sýkinguna frá einhverjum öðrum sjúklingi á spítalana og þess vegna sé spítalinn tregur við að gefa henni meiri upplýsingar. Lögfræðingur spítalans svaraði lögfræðingi Claudia með því að segja henni að ef hún vildi vita meira yrði hún að gjöra svo vel að fara bara í mál við spítalann.