Miklar sögusagnir hafa verið á lofti um að stórleikarinn Val Kilmer sé með krabbamein í hálsi. Hann hefur alltaf harðneitað fyrir að svo sé, en fyrir stuttu síðan talaði vinur hans Michael Douglas opinberlega um veikindi hans.
Sjá einnig: Val Kilmer neitar að fara í lyfjameðferð
Val segir að hann elski Michael en að það er klárt mál að hann fari ekki með rétt mál. Aftur á mót þurfti Val að hætta við að koma fram vegna kynningar á kvikmynd sem gerð er eftir leikriti hans Citizen Twain. Hann átti afar erfitt með andadrátt og tal á æfingum í Flórida á dögunum, sem varð til þess að fólk hafði miklar áhyggjur af honum.
Fyrir tveimur árum leitaði hann ráða hjá Michael Douglas vegna þess að hann var með hnúð í hálsinum, en að það hafi síðan komið í ljós að hann var alls ekki með krabbamein. Val hefur samt sem áður verið afar veikur og látið lítið fyrir sér fara. Einnig hefur verið haldið fram að hann hafi neitað að gangast undir hefðbundna krabbameinsmeðferð og ætlað sér að lækna sig sjálfur með hugaraflinu.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.