„Vandræðin með þessa gullnu“ – Bréf frá lesanda um gyllinæð

Komiði sæl
Ég heiti A*** er plötusnúður og ég hef fengið Gyllinæð, já og ég skammast mín ekkert fyrir það. Samkvæmt tölum á Doktor.is þá fær 3hver íslendingur Gyllinæð allavega einussinni á ævinni.
Fyrir þá sem vita ekki hvað Gyllinæð er þá erum við að tala um æðagúlp sem myndast í kringum endaþarminn og getur verið mjög sársaukafullt.
Gyllinæð getur komið að völdum streitu, óholls mataræðis, kyrrsetu, jafnvel þeir sem standa allan daginn eiga á hættu á því að hreppa þennan kvilla. Til eru dæmi um að börn alveg niður í 10ára séu að fá gyllinæð.

Frá árinu 2000 til 2007 hefur gyllinæð aukist um 46% hér á íslandi.

Það sem er leiðinlegt við gyllinæð hvað það ríkja miklir fordómar í samfélaginu gagnvart þessu, fólk sem hefur fengið þetta eða er með er litið hornauga.

Þetta hefur svo sem ekki háð mér í mínu starfi sem plötusnúður enda fékk ég bara fyrsta stigs gyllinæð, bara ein ferð til doktorsins og þú færð stíll við þessu og Bamm þetta er farið eftir fáeina daga.
Nú eru kannski einhverjir að flissa yfir þessari grein en vittu til þú lesandi góður átt mjög líklega sjálfur eftitr að fá Gyllinæð og ætlar þú þá bara hringja þig inn veikann?

 

*** nafn fjarlægt af ritstjórn

SHARE