Vanillu naked-cake

Berglind hjá Gotterí gerir alveg einstaklega girnilegar og fallegar kökur og hér kemur ein frá henni:

 

Hér kemur enn ein útfærslan af Betty „naked cake“ hjá mér, að þessu sinni með vanillubragði!

Kaka

  • 1 x Betty Crocker vanillumix
  1. Blandið kökumixinu samkvæmt leiðbeiningum á pakka og skiptið í 3 x 15 cm stór kökuform og kælið botnana.
  2. Skerið ofan af hverjum botni það sem þarf til þess að þeir verði vel sléttir og staflist betur.

Krem

  • 125 gr smjör (við stofuhita)
  • 400 gr flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 msk sýróp (pönnukökusýróp)
  1. Setjið öll hráefnin nema flórsykur í hrærivélarskálina og hrærið vel saman. Bætið þá flórsykri saman við í litlum skömmtum, skafið niður á milli og hrærið þar til slétt og fallegt.
  2. Smyrjið góðu lagi af kremi á milli botnanna (2 lög) og þunnu lagi á toppinn til að binda alla kökumylsnu þar.

Skreyting

  • 1 dós Betty Crocker Vanilla Frosting
  • 125 gr flórsykur
  • Fersk blóm og makkarónur
  1. Blandið saman Betty frosting og flórsykri.
  2. Smyrjið þunnu lagi utan um alla kökuna og yfir vanillukremið á toppnum. Þið viljið fá þekjandi og fallega áferð á toppinn en skafa vel af hliðunum svo það sjáist í hliðarnar á kökunni.
  3. Klippið blóm til, plastið endana og stingið í kökuna ásamt makkarónum.
SHARE