Verður þetta besta bílasölu auglýsing ársins?
Vantar þig bíl? En átt engan pening og enga sjálfsvirðingu? Og ert með góða líftryggingu? Þá er ég með bílinn fyrir þig. Þessi eðaldrossía er til sölu. Hún er af gerðinni Renault Megane ’00, og er ekki keyrð nema 200.000 kílómetra. Það á eftir að skoða hana fyrir 2013. Bara nokkur smávægileg atriði sem þarf að laga:
- Hraðamælirinn virkar ekki.
- Það heyrist alltaf eitthvað skrölt í honum. Eins og hann sé að liðast í sundur.
- Dempararnir eru löngu farnir.
- Að fara yfir hraðahindrun er ævintýri út af fyrir sig!
- Baksýnisspegillinn er brotinn.
- Samlæsingin er biluð.
- Bílstjórasætið er ekki alveg fast á sínum stað.
- Hann er líklega andsetinn.
- Það blikka öll ljós í gríð og erg. Sérstaklega þegar maður stígur á bremsuna.
- Oft myndast stöðuvatn á gólfinu í aftursætinu. Og skrýtin lykt. Ég veit ekki alveg af hverju. Líklega andsetningin.
- Að auki má nefna að dekkin eru eitthvað mósaík af ódýrustu notuðu dekkjum sem ég gat fengið í hvert skipti sem dekk sprakk undir honum. Svo er líklega eitt varadekk undir honum, man það ekki alveg.
Bíllinn selst hæstbjóðandi! En er alveg til í að bítta ef þið eigið reiðhjól eða eitthvað.
Hér getur þú nálgast þennan eðalbíl ef þú hefur áhuga.