Hefur þú lent í að vera á stefnumóti eða í aðstæðum þar sem þú hefur þráð það heitar en allt að komast í burtu? Nú er komið á markaðinn skartgripur, sem er hægt að nota sem hálsmen eða armband, sem við fyrstu sýn lítur ekkert út fyrir að vera neitt athugaverður, en ef maður skoðar hann betur sér maður að það er takki á honum. Þessi takki sendir boð í símann þinn svo hann hringir og þú getur þar með skáldað afsökun til að stinga af.
En þetta eru ekki einu notin í þessum skartgrip því hann er líka hannaður með það í huga að auka öryggi kvenna. Ef maður upplifir sig í aðstæðum sem manni finnst manni ógnað eða er hræddur við eitthvað eða einhvern, heldur maður niðri takkanum í 3 sekúndur og þá „hringir“ gripurinn í neyðarlínuna eða annað fyrirfram ákveðið númer með skilaboðum um að þig vanti hjálp og hvar þú ert stödd.
Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta sé eitthvað sem gæti hjálpað mörgum konum og komið í veg fyrir að þær lendi í ógöngum. Hlutirnir geta verið fljótir að breytast úr því að vera skemmtilegir yfir í að konur, og að sjálfsögðu karlar líka, missi stjórn á hlutunum og það er fljotgert að grípa í hálsmenið sitt og halda í það í 3 sekúndur!
Þessi snilldargripur heitir The Guardian Angel og nettur og fallegur skartgripur sem allar konur ættu að eiga.
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.